top of page
Search
bsí

Breytingar á mótareglum BSÍ




Breytingar hafa verið gerðir á mótareglum BSÍ. Mótanefnd sambandsins hefur fundað nokkrum sinnum síðustu vikur eftir að ábendingar hafa borist til hennar.


Um talsverðar breytingar er að ræða í grein 7 í mótareglunum sem snýr að stigagjöf á styrkleikalistum sambandsins og er hvatt til þess að félög og leikmenn kynni sér það. Þá hefur verið útbúinn sérstakur Viðauki A sem er ætlaður til frekari útskýringa á stigagjöf þegar um riðlakeppni ræðir.


Var ákveðið að þessi breyting taki gildi nú þegar og munu stig vera gefin samkvæmt þessu frá og með fyrstu mótum vetrarins, Einliðaleiksmót TBR og Reykjavíkurmeistaramót barna og unglinga. Athugið að styrkleikalisti fullorðinna verður ekki reiknaður aftur í tímann samkvæmt þessum breytingum.


Helstu breytingar við mótareglurnar eru eftirfarandi :


Breyting á reglu 4. 2

„Þegar raðað og dregið er í mót skal nota styrkleikalistann sem er/var í gildi þegar skráningarfrestur í mótið rennur út“.


Viðbót í reglu 6

6.3.2 „Leikmönnum er heimilt að spila upp fyrir sig í samráði við þjálfara“.


Breytingar á 7. grein eru talsverðar.


Vonast mótanefnd og stjórn BSÍ eftir því að félög, þjálfarar og leikmenn taki vel í nýju mótareglurnar og einnig í þær breytingar sem gerðar hafa verið.


Mótareglurnar hafa nú verið uppfærðar á heimasíðu sambandsins > https://www.badminton.is/motareglur


Styrkleikalisti unglinga hefur nú verið uppfærður en unnið er að því að uppfæra styrkleikalista fullorðinna sem mun koma inn í dag eða á morgun.

22 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page