Ákvörðun var tekin eftir ítarlegar umræður og samráð milli stjórnar Badmintonsambands Íslands (BSÍ), landsliðsþjálfara, íþróttastjóra og afreksnefndar um að gera breytingar á afreksstarfi sambandsins.
Markmið þessara breytinga er að stuðla að enn frekari þróun og árangri íslensks badmintons. Ákvörðunin byggir á mati landsliðsþjálfara á núverandi stöðu leikmanna og þeim áskorunum sem íslenskt badminton stendur frammi fyrir.
Hér er listi yfir þá leikmenn sem voru valdir í æfingahópa BSÍ og kallast þessir hópar nú æfingahópar 1, 2 og 3.
Hóparnir hafa ólíkar áherslur. Æfingahópur 1 samanstendur af þeim leikmönnum sem landsliðsþjálfarar telja að hafi mestan möguleika á alþjóðlegri þróun. Þessi hópur mun taka þátt í öllum æfingum í æfingabúðum BSÍ hérlendis og erlendis.
Hópur 2 er skipaður leikmönnum sem landsliðsþjálfarar telja að eigi möguleika á að komast í æfingahóp 1 síðar meir. Hópurinn mun aðallega samanstanda af ungum og efnilegum leikmönnum. Hópurinn tekur þátt í öllum æfingum í æfingabúðum BSÍ hérlendis.
Hópur 3 verður skipaður leikmönnum sem verða boðaðir til þátttöku í völdum æfingum í æfingabúðum BSÍ hérlendis. Leikmenn úr þessum hópi geta einnig verið valdir í fyrsta hópinn ef framfarir þeirra réttlæta það.
Við val í landslið munu landsliðsþjálfarar velja það lið sem þeir telja vera sterkast á hverjum tíma. Það þýðir að leikmenn úr öllum þremur hópunum geta verið valdir í landsliðið.
Comments