Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson frá Tennis-og badmintonfélagi
Reykjavíkur eru badmintonmenn ársins árið 2024. Þetta er í fyrsta skiptið sem Badmintonsamband Ísland velur tvo einstaklinga sem badmintonmenn ársins. Davíð og Kristófer unnu öll þau sex mót sem þeir tóku þátt í á heimavelli og tryggðu sér sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð, samtals sjöunda sem teymi. Davíð og Kristófer hafa staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi þar sem þeir eru efstir Íslendinga á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Árið 2024 markaði einnig tímamót þar sem þeir unnu sér inn þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í badminton í fyrsta sinn. Þeir stefna á að endurtaka þann árangur árið 2025. Í lok árs tóku þeir þátt í undankeppni Evrópumóts blandaðra liða með íslenska landsliðinu og sigruðu tvo af þremur leikjum sínum gegn sterkum liðum Tyrklands og Úkraínu. Í janúar 2024 komust Davíð og Kristófer í 8 liða úrslit á alþjóðlega mótinu Iceland International (partur af Reykjavík International Games). Davíð og Kristófer hafa klifrað upp heimslista aljóða badmintonsambandsins árið 2024 og stefna á að komast í top 100 árið 2025. Davið og Kristófer spiluðu lykilhlutverk í landsliði Íslands sem vann til gullverðlauna á Evrópumóti smáþjóða í badminton í nóvember 2024. Þar unnu þeir alla sína leiki á mótinu.
Gerda Voitrchovskaja frá Badmintofélag Hafnarfjarðar er badmintonkona ársins árið 2024. Þetta er í fyrsta skipti sem Gerda er valin badmintonkona ársins. Gerda er frá Klaipeda í Litháen og hefur unnið fjölmarga titla í Litháen, meðal annars varð hún Litháenskur meistari í einliðaleik 2019 ásamt því að hafa spilað fyrir Litháenska landsliðið. Gerda hefur búið á Íslandi síðan 2019 og starfar hún við þjálfun hjá Tennis-og badmintonfélagi Siglufjarðar. Á Íslandi spilar hún með Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Í apríl 2024 náði Gerda því afreki að verða tvöfaldur Íslandsmeistari í Úrvalsdeild í einliða – og tvíliðaleik. Var þetta annar íslandsmeistari Gerdu í einliðaleik í röð. Auk þess varð hún deildarmeistari í Úrvalsdeild með Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Í janúar 2024 vann Gerda 3 einliðaleiki í undankeppni í alþjóðlega mótinu Iceland International (partur af Reykjavík International Games).
Comments