top of page
Search
annamargret5

Badminton á Laugarvatni

Sólrún og Una með hressum krökkum í íþróttahúsinu á Laugarvatni.


Stjórn UMFL hafði samband við BSÍ og óskaði eftir aðstoð við að koma af stað badmintonþjálfun á Laugarvatni með það að leiðarljósi að geta stofnað sína eigin badmintondeild.


Þann 11. apríl s.l. skruppu Sólrún og Una badmintonþjálfarar frá BH á Laugarvatn og héldu badmintonkynningu fyrir 20 hressa krakka!


Krakkarnir voru á aldrinum 6 - 16 ára og allir voru mjög spenntir að prófa badminton.


BSÍ gaf íþróttahúsinu að Laugarvatni veglega tösku sem innihélt 20 badmintonspaða, eitt badminton-net og heilan helling af badmintonkúlum.


Sólrún og Una fóru yfir grunnatriðin í badminton og kenndu krökkunum rétt grip, bakhandaruppgjöf og muninn á forhönd og bakhönd.

Sólrún að fara yfir grunnatriði í bakhandaruppgjöf


Síðan var farið í nokkra létta og skemmtilega badmintonleiki á borð við runu, fjall og meistara.

krakkarnir í runu


Við fögnum því að áhugi er á að láta badminton vaxa og dafna á fleiri stöðum um landið og við fylgjumst spennt með framhaldinu og óskum þeim á Laugarvatni góðs gengis!




92 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page