top of page
Search
annamargret5

Badminton á Kleppjárnsreykjum


Guðmundur ásamt ungum og efnilegum badmintonspilurum


Í byrjun árs barst Badmintonsambandinu (BSÍ) fyrirspurn frá áhugasömum badmintonspilara í Borgarfirði. Hann hafði áhuga á því að bjóða upp á badmintonæfingar fyrir yngsta stigið í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum.


BSÍ gaf Ungmennafélagi Reykdæla tösku sem inniheldur startpakka, með badmintonspöðum, kúlum og neti.


Það var afar ánægjulegt að sjá að stuttu síðar er farin af stað badmintonþjálfun í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum.


Tólf krakkar í 1. -4. bekk mæta á badmintonæfingar einu sinni í viku í klukkutíma í senn undir handleiðslu Guðmundar Kristbergssonar.



Að hans sögn hafa krakkarnir staðið sig mjög vel og haft gaman af þessum æfingum. Hann hefur notast við smáforritið "Shuttle Time" og tekið inn tæknileg atriði í smáum skrefum. Grip, hreyfingar á vellinum, reglunar o.fl. í þeim dúr. Aðaláherslan er þó á skemmtanagildið og að allir hafi ánægju af æfingunum, en það er ákkúrat það sem skiptir öllu máli þegar um unga leikmenn er að ræða :)






210 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page