top of page
Search
annamargret5

Anders Thomsen á Laugarvatni

Með stolti kynnum við gestaþjálfarann okkar sem mun stýra badmintonæfingunum á Laugarvatni.


Anders Thomsen er danskur badmintonþjálfari og byrjaði hann ungur að þjálfa badminton. Þegar hann var 18 ára var hann orðinn yfirþjálfari í klúbbnum sínum, Viborg Badminton Klub. Hann þjálfaði víðsvegar um Danmörku en frá 2006-2008 var hann orðinn yfirþjálfari yfir einum stærsta klúbbnum í Danmörku, Horsens Badminton Klub.


Síðan lá leið hans til Spánar þar sem hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari og þjálfaði Carolina Marin frá því hún var 14 ára og í gegnum hennar glæsta feril í einliðaleik kvenna.


Carolina Marin er;

· Ólympíumeistari 2016

· Þrefaldur heimsmeistari

· Sexfaldur Evrópumeistari, nú síðast á EM í Madrid 2022.



Anders er því þaulreyndur þjálfari með gríðarlega reynslu af Elite þjálfun og hlakkar okkur mikið til að fylgjast með honum þjálfa okkar besta og efnilegasta badmintonfólk á Laugarvatni helgina 20.-22. maí.

173 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page