Flestir af bestu badmintonspilurum heimsins eru saman komnir á eitt elsta og virtasta badmintonmót ársins. All England er oft borið saman við Wimbledon tennis mótið og var áður fyrr hið eiginlega heimsmeistaramót í badminton eða til ársins 1977 og er eitt elsta badmintonmót sem haldið er og hóf göngu sína árið 1899. Eftir að mótið féll niður í fyrra þá eru það aftur komið á dagskrá. Mótið er haldið í Birmingham og er verðlaunaféið í mótinu 990.000 USD.
Nánari upplýsingar má finna hér All England Site - YONEX All England website (allenglandbadminton.com) en einnig er hægt að horfa a leikina á youtube. Mælum með því að fylgjast með frábæru badmintoni.
Comments