top of page
Search
annamargret5

Afkastamælingar og kvöldnámskeið 15.ágúst n.k.



Næstu mælingar á vegum BSÍ verða haldnar í Strandgötu þann 15. ágúst kl 17.

Leikmenn hafa þegar fengið boð í gegnum Sportabler og biðjum við leikmenn að skrá mætingu þar í gegn.


Við ætlum að bjóða upp á þjálfaranámskeið þetta sama kvöld fyrir þjálfara aðildafélaga. Þar gefst þjálfurum tækifæri til að fylgjast með framkvæmd mælinganna og í kjölfarið verður fræðsla um mælingarnar. Afhverju við erum að mæla, afhverju veljum við þessar mælingar, afhverju mælum við á þessum tímapunkti og fleiri hagnýt atriði. Farið verður yfir hvernig lesa megi úr niðurstöðunum og nýta þær til að efla leikmennina okkar í badminton.


Kvöldnámskeiðið er þjálfurum aðildafélaga að kostnaðarlausu og hvetjum við þjálfara að skrá sig fyrir 13. ágúst með því að senda póst á annamargret@badminton.is





110 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page