top of page
Search
laufey2

8 þrefaldir Íslandsmeistarar - á Íslandsmóti Unglinga 2022

Updated: Mar 29, 2022

Frábæru Íslandsmót Unglinga, sem var í TBR húsinu Reykjavík um helgina, er lokið en á mótinu tóku þátt 174 keppendur frá 9 félögum.


Spilaðir voru um 300 leikir, margir mjög spennandi og skemmtilegir. Frábært var að hafa aftur áhorfendur og voru foreldrar mjög duglegir að mæta og hvetja börnin sín.


8 keppendur náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar;

Í U11 snáðar; Erik Valur Kjartansson BH

Í U13 hnokkar; Óðinn Magnússon TBR

Í U13 tátur; Iðunn Jakobsdóttir TBR

Í U15 sveinar; Máni Berg Ellertsson ÍA

Í U17 drengir; Eiríkur Tumi Briem TBR

Í U17 telpur; Lilja Bu TBR

Í U19 piltar; Gústav Nilsson TBR

Í U19 stúlkur; Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR


TBR, sem sá um mótið í samvinnu við Badmintonsamband Íslands, skapaði mjög góða umgjörð um mótið og voru meðal annars 8 leikmenn úr eldri keppnishóp þeirra til aðstoðar allt mótið. Þá voru núverandi og fyrrverandi leikmenn TBR dómarar á öllum úrslitaleikjum mótssins, sem var frábært fyrir keppendur og olli það mikilli ánægju hjá öllum sem tóku þátt í mótinu.



Þrefaldir Íslandmeistarar ungling 2022; Óðinn Magnússon TBR (U13), Iðunn Jakobsdóttir TBR (U13), Máni Berg Ellertsson ÍA (U15) og Erik Valur Kjartansson BH (U11).



Þrefaldir Íslandsmeistarar unglinga 2022; Gústav Nilsson TBR (U19), Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR (U19), Lilja Bu TBR (U17) og Eiríkur Tumi Briem TBR (U17).



Hluti af stórum hóp TBR - inga sem aðstoðuðu á Íslandsmóti unglinga 2022 og dæmu úrslitaleiki mótssins.





111 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page