top of page
Search
bsí

Úrslit úr Atlamóti ÍA


Atlamót ÍA fór fram nú um helgina í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið er hluti af Hleðslubikar Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Jónas Baldursson TBR 21 - 14 og 21 - 13. Í einliðaleik kvenna var spilað í þriggja manna riðli þar sem Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann báða sína leiki gegn Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH og Lilju Bu TBR. Sólrún Anna var í öðru sæti.

Í tvíliðaleik karla voru það Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR sem unnu þá Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR í úrslitaleik 21-9 og 21-12.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í fjögurra liða riðli og voru það Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Þórunn Eylands Harðardóttir TBR.

Í tvenndarleik spiluðu í úrslitaleik Davíð Bjarni Björnsson TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH gegn Jónasi Baldurssyni og Margréti Jóhannsdóttur TBR. Voru það Davíð og Erla sem unnu 21-12 og 21-19.

A-flokkur :

Í einliðaleik karla var það Sami Parikka frá Finnlandi sem vann Kristinn Breka Hauksson BH í úrslitum 21-15 og 21-17.

Í einliðaleik kvenna voru 3 stelpur skráðar til leiks og var spilað í einum riðli. Var það Ulrika Syrjavaara frá Finlandi sem stóð uppi sem sigurvegari en í öðru sæti var María Rún Ellertsdóttir ÍA.

Í tvíliðaleik karla voru fjögur lið skráð til leiks. Voru það Sami Parikka frá Finnlandi og Steinþór Emil Svavarsson BH sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Askur Máni Stefánsson og Sebastían Vignisson BH.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Karítas Eva Jónsdóttir og María Rún Ellertsdóttir ÍA sem unnu en spilað var í þriggja liða riðlið. Í öðru sæti voru Elín Ósk Traustadóttir BH og Ulrika Syrjavaara Finnlandi.

Í tvenndarleik spiluðu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA gegn Sami Parikka og Ulriku Syrjavaara frá Finnlandi. Voru það Sami og Ulrika sem unnu 21-14 og 21-15.

B-flokkur.

Í einliðaleik sigraði Guðmundur Adam Gígja BH en hann vann Eirík Tumi Briem 21 - 17 og 22 - 20.

Í einliðaleik kvenna var spilað í þriggja manna riðli þar sem Natalía Ósk Óðinsdóttir BH vann báða sína leiki. í öðru sæti var Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH.

Í tvíliðaleik karla voru það Stefán Steinar Guðlaugsson og Valþór Viggó Magnússon BH sem stóðu uppi sem sigurvegarar en leikir var í fjögurra liða riðli. Í öðru sæti voru Guðmundur Adam Gígja og Jón Sverrir Árnason BH.

Í tvíliðaleik kvenna voru tvö lið skráð til leiks. Voru það Natalía Ósk Óðinsdóttir og Sara Bergdís Albertsdóttir BH sem unnu þær Helenu Rúnarsdóttur og Irenu Rut Jónsdóttur ÍA 21-18 og 21-10.

Í tvenndarleik voru þrjú lið skráð til leiks og spiluðu þau í einum riðli. Í fyrsta sæti voru Stefán Steinar Guðlaugsson og Karítas Perla Elídóttir. Í öðru sæti voru Jón Sverrir Árnason og Natalía Ósk Óðinsdóttir. Öll koma þau úr BH.

Öll nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.


84 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page