Atlamót ÍA fór fram nú um helgina í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið er hluti af Hleðslubikar Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Meistaraflokkur :
Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Jónas Baldursson TBR 21 - 14 og 21 - 13. Í einliðaleik kvenna var spilað í þriggja manna riðli þar sem Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann báða sína leiki gegn Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH og Lilju Bu TBR. Sólrún Anna var í öðru sæti.
Í tvíliðaleik karla voru það Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR sem unnu þá Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR í úrslitaleik 21-9 og 21-12.
Í tvíliðaleik kvenna var spilað í fjögurra liða riðli og voru það Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Þórunn Eylands Harðardóttir TBR.
Í tvenndarleik spiluðu í úrslitaleik Davíð Bjarni Björnsson TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH gegn Jónasi Baldurssyni og Margréti Jóhannsdóttur TBR. Voru það Davíð og Erla sem unnu 21-12 og 21-19.
A-flokkur :
Í einliðaleik karla var það Sami Parikka frá Finnlandi sem vann Kristinn Breka Hauksson BH í úrslitum 21-15 og 21-17.
Í einliðaleik kvenna voru 3 stelpur skráðar til leiks og var spilað í einum riðli. Var það Ulrika Syrjavaara frá Finlandi sem stóð uppi sem sigurvegari en í öðru sæti var María Rún Ellertsdóttir ÍA.
Í tvíliðaleik karla voru fjögur lið skráð til leiks. Voru það Sami Parikka frá Finnlandi og Steinþór Emil Svavarsson BH sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Askur Máni Stefánsson og Sebastían Vignisson BH.
Í tvíliðaleik kvenna voru það Karítas Eva Jónsdóttir og María Rún Ellertsdóttir ÍA sem unnu en spilað var í þriggja liða riðlið. Í öðru sæti voru Elín Ósk Traustadóttir BH og Ulrika Syrjavaara Finnlandi.
Í tvenndarleik spiluðu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA gegn Sami Parikka og Ulriku Syrjavaara frá Finnlandi. Voru það Sami og Ulrika sem unnu 21-14 og 21-15.
B-flokkur.
Í einliðaleik sigraði Guðmundur Adam Gígja BH en hann vann Eirík Tumi Briem 21 - 17 og 22 - 20.
Í einliðaleik kvenna var spilað í þriggja manna riðli þar sem Natalía Ósk Óðinsdóttir BH vann báða sína leiki. í öðru sæti var Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH.
Í tvíliðaleik karla voru það Stefán Steinar Guðlaugsson og Valþór Viggó Magnússon BH sem stóðu uppi sem sigurvegarar en leikir var í fjögurra liða riðli. Í öðru sæti voru Guðmundur Adam Gígja og Jón Sverrir Árnason BH.
Í tvíliðaleik kvenna voru tvö lið skráð til leiks. Voru það Natalía Ósk Óðinsdóttir og Sara Bergdís Albertsdóttir BH sem unnu þær Helenu Rúnarsdóttur og Irenu Rut Jónsdóttur ÍA 21-18 og 21-10.
Í tvenndarleik voru þrjú lið skráð til leiks og spiluðu þau í einum riðli. Í fyrsta sæti voru Stefán Steinar Guðlaugsson og Karítas Perla Elídóttir. Í öðru sæti voru Jón Sverrir Árnason og Natalía Ósk Óðinsdóttir. Öll koma þau úr BH.
Öll nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.