top of page
Search
bsí

Hvernig er dagur í lífi afreksíþróttamanns - Kári Gunnarsson


ÍSÍ er með Instagram síðu, @isiiceland, þar sem leitast er við að koma á framfæri því góða starfi sem fram fer í íþróttahreyfingunni. Nú stendur til að beina sjónum að íslensku afreksíþróttafólki og leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í þeirra daglega líf. Frá og með þessari viku mun íslenskt íþróttafólk skiptast á að taka við Instagram síðu ÍSÍ og sýna okkur hinum hvernig dagur í lífi þess er með því að hlaða inn myndum og myndböndum á Instagram Stories.

Þeir sem vilja fylgjast með íslensku afreksíþróttafólki æfa, keppa og takast á við hversdagsleikann geta fylgt Instagram síðu ÍSÍ og fengið upplifunina beint í símann.

Kári Gunnarsson – Íslandsmeistari í badminton – 8. nóvember

Fyrsti íþróttamaðurinn sem ætlar að leyfa okkur að fylgjast með degi í sínu lífi er Kári Gunnarsson, margfaldur Íslandsmeistari í badminton, sem stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í júlí 2020. Hann hefur varið síðastliðnum árum í að koma sér ofar á heimslistann í einliðaleik karla, en þessa stundina keppir hann á alþjóðamótaröðinni í badminton víðs vegar um heiminn til þess að ná sér í stig á heimslistann. Aðeins 38 einliðaleiksspilarar komast inn á Ólympíuleikana. Til þess að vera einn af þeim 38 þarf Kári að ná að minnsta kosti tíu góðum úrslitum yfir árið á mótaröðinni. Það eru sjö mánuðir eftir af Ólympíuárinu, en í byrjun maí 2020 kemur lokalistinn út þar sem þátttökurétturinn ákveðst. Kári dvelur nú í Danmörku við æfingar með öðru badmintonfólki frá Evrópu og er á leiðinni á mót í Írlandi í næstu viku. Þann 8. nóvember ætlar hann að gefa okkur innsýn í lífið sitt þessa stundina.

„Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært er að vera ekki of harður við sjálfan mig og muna að hafa gaman af þessu öllu. Það hljómar einfalt en það er það ekki - þeir sem hafa prufað það vita það. Ég er mjög þakklátur að eiga tækifæri á að keppa á alþjóðlegum mótum sem fulltrúi Íslands, kynnast heiminum og sjálfum mér“, segir Kári Gunnarsson.

ÍSÍ hvetur þig til þess að fylgja Instagram síðu ÍSÍ og fylgjast með þínum uppáhalds fyrirmyndum í íþróttum takast á við hversdagslífið.

https://www.instagram.com/isiiceland/


136 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page