top of page
Search
bsí

Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir heiðraðar á 60 ára afmæli BH


Um helgina hélt Badmintonfélag Hafnarfjarðar upp á 60. ára afmæli félagsins. Var haldið opið hús laugardaginn 26.október þar sem gestum var boðið í kaffi auk þess sem allir gátu tekið þátt í hinum ýmsu badminton tengdum þrautum. Við þetta tilefni var einnig skrifað undir samning þess efnis að Badmintonfélag Hafnarfjarðar taki við rekstri Íþróttahússins við Strandgötu um áramótin. Voru það Hörður Þorsteinsson formaður BH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstóri Hafnarfjarðar sem undirrituðu samninginn. Þetta er tímamótasamningur fyrir félagið sem tryggir því betri rekstrargrundvöll og þar með betri þjónustu við iðkendur og aðstandendur þeirra.

Um kvöldið var svo haldið glæsilegt afmælishóf. Stjórn Badmintonsambands Íslands ákvað að því tilefni að heiðra Önnu Lilju Sigurðardóttur og Irenu Ásdísi Óskarsdóttur og sæma þær gullmerki sambandsins. Þakkar Badmintonsamband Íslands þeim Önnu og Irenu innilega fyrir samstarfið í gegnum árin.

F.v Kristján Daníelsson formaður BSÍ, Anna Lilja Sigurðardóttir BH, Irena Ásdís Óskarsdóttir BH og Kjartan Ágúst Valsson framkv.stj BSÍ

Badmintonfélag Hafnarfjarðar eignaðist heimsmeistara í sumar þegar Erla Björg Hafsteinsdóttir BH varð heimsmeistari í tvíliðaleik í flokki 40+ ásamt Drífu Harðardóttur ÍA.

Erla Bjög Hafsteinsdóttir BH og Kristján Daníelsson formaður BSÍ


225 views0 comments
bottom of page