Kári Gunnarsson tók þátt í X Santo Domingo Open 2019 sem fram fór í Dóminýska Lýðveldinu dagana 22.-26. október. Mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.
Kári hóf leik í 32 manna úrslitum þar sem hann mætti heimamanninum Bryan Anderson Castro. Kári vann leikinn mjög örugglega 21-4 og 21-6. í 16 manna úrslitum spilaði Kári gegn Manuel Estefano Quijada Moreno frá Venesúela þar sem Kári vann þennan leik einnig mjög örugglega 21-6 og 21-8. Í átta manna úrslitum mættust Kári og Brian Yang frá Kanada en Brian var raðað númer 2 inn í mótið og þótti því sigurstranglegur. Brian er númer 85 á heimslistanum í einliðaleik en Kári er númer 139. Fór svo að Brian vann leikinn 21-18 og 21-10 og að lokum stóð Brian uppi sem sigurvegari mótsins.