top of page
Search
bsí

Úrslit frá TBR Opið


Annað mót Hleðslubikarsins, TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Sigríður Árnadóttir TBR og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Eiður Ísak Broddason TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Daníel Jóhannesson TBR í úrslitum 16-21, 21-19, 25-23. Í einliðaleik kvenna var það Sigríður Árnadóttir TBR sem vann Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH í úrslitaleik 21-12 og 21-14. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR 21-15, 21-16. Tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands Harðardóttir TBR en keppt var í fimm liða riðli. Í öðru sæti voru Elín Þóra Elíasdóttir TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Kristófer Darri Finnsson og Þórunn Eylands Harðardóttir TBR en þau unnu Davíð Bjarna Björnsson TBR og Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH 21-18 og 21-15

Í A-flokki sigraði Davíð Örn Harðarson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Gabríel Ingi Helgason í hörkuleik 21-19 og 24-22. Einliðaleik kvenna vann Rakel Rut Kristjánsdóttir BH. Hún vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA eftir oddalotu 21-15, 17-21 og 21-18. Í tvíliðaleik karla unnu Þorvaldur Einarsson Aftureldingu og Guðjón Helgi Auðunsson TBR en þeir unnu í úrslitum Garðar Hrafn Benediktsson og Kristinn Breka Hauksson BH 25-23 og 21-19. Tvíliðaleikur kvenna í A-flokki og B- flokki var sameinaður og var spilaður fjagra liða riðill. Voru það María Rún Ellertsdóttir ÍA og Rakel Rut Kristjánsdóttir sem báru sigur úr býtum. Í öðru sæti voru Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Margrét Guangbing Hu Hamar. Tvenndarleikurinn var spilaður í fimm liða riðla og voru það Þorvaldur Einarsson og Sunna Karen Ingvarsdóttir frá Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Kristian Óskar Sveinbjörnsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH.

Eiríkur Tumi Briem TBR sigraði í einliðaleik karla B.flokki en hann vann í úrslitum Guðmund Adam Gígja BH, 21-12 og 21-9. Í einliðaleik kvenna sigraði Margrét Guangbing Hu frá Hamar en hún vann Natalíu Ósk Óðinsdóttur BH í úrslitum 21-18, 18-21 og 21-12. Í tvíliðaleik var keppt í riðli og sigurvegararnir eru Daníel Máni Einarsson og Eiríkur Tumi Briem TBR en í öðru sæti voru Stefán Steinar Guðlaugsson og Valþór Viggó Magnússon BH. Tvenndarleikinn unnu Arnór Tumi Finnsson og Irena Rut Jónsdóttir ÍA en keppt var í riðli í greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit frá TBR Opið

Þá má finna myndir af verðlaunahöfum á facebook síðu Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.


65 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page