top of page
Search
bsí

Fyrsta degi lokið á HM unglinga


Fyrsti dagur Heimsmeistaramóts U19 ára lauk nú fyrir stuttu og var dagurinn frekar erfiður fyrir íslensku leikmennina.

Allir einliðaleikirnir töpuðust og hafa því íslensku keppendurnir lokið leik í einliða.

Gústav Nilsson mætti Alvaro Leal frá Spáni og vann Alvaro leikinn 21-7 og 21-16. Brynjar Már Elllertsson mætti Alex Lanier frá Frakklandi þar sem Alex vann 21-5 og 21-6. Andri Broddason mætti Jason Gunawan frá Hong Kong og lauk leiknum með sigri Jason 21-8 og 21-4. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir mætti Abeywickrama Chamudi Geshani frá Sri Lanka í einliðaleik kvenna þar sem Abeywickama vann 21-10 og 21-16. Karolina Prus spilaði gegn Hung en-Tzu frá Taívan og lauk leiknum með sigri Hung 21-6 og 21-4. Lilja Bu spilaði svo gegn KAtarinu Zuzákovu frá Tékklandi og vann Katerina þann leik 21-4 og 21-11. Andri Broddason og Brynjar Már Ellertsson spiluðu svo tvíliðaleik karla gegn Miachael Mcguire og Callum Smith frá Skotlandi. Unnu skotarnir leikinn 21-14 og 21-9. Eru því Andri og Brynjar úr leik í tvíliðaleik karla.

Á morgun spila svo Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir tvenndarleik gegn Jack Wang og Ellu Smith frá Ástralíu. Þá spila Brynjar Már Ellertsson og Karolina Prus gegn Kunlavut Vitidsarn og Yanis Chuencharoen frá Taílandi. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Karolina Prus spila svo tvíliðaleik kvenna gegn Adith Bhatt og Tanishu Crasto frá Indlandi.

Öll úrslit frá HM U19 og tímasetningu einstakra leikja má finna með því að smella hér.


112 views0 comments
bottom of page