top of page
Search
bsí

Sigur gegn Mongólíu en tap gegn Úganda


Íslenska U19 landsliðið lék í gær um 41. - 43. sæti Heimsmeistaramóts U19 landsliða. Ísland lék fyrst gegn Úganda þar sem Úganda fór með sigur 3-2 í leiknum. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir mætti Fadilah Shamika Mohamed Rafi og var leikurinn gríðarlega jafn og spennandi. Fór svo að Júlíana vann leikinn 26-24, 18-21 og 19-21. Í einliðaleik karla mættust Gústav Nilsson og Brian Kasirye þar sem Brian vann nokkuð örugglega 21-10 og 21-11. Lilja Bu og Karolina Prus spiluðu svo tvíliðaleik kvenna gegn HUsinu Kobugabe og Trazy Naluwooza og endaði sá leikur með sigri Úganda 21-12 og 21-13. Andri Broddason og Brynjar Már Ellertsson léku tvíliðaleik karla gegn Arshath Mohamed Nazurudheen Vaheed og Samuel Wasswa. Unnu Andri og Brynja góðan sigur 12-21 og 12-21. Úrslitaleikurinn um sigurinn var því tvenndarleikur það sem Brynjar Már Ellertsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir lékur fyrir Íslands hönd gegn Brian Kasirye og Husinu Kobugabe. Fór leikurinn í oddalotu þar sem íslendingarnir urðu að játa sig sigruð 21-18, 17-21 og 21-6.

Mongólía og Ísland mættust svo síðar um daginn þar sem Ísland vann öruggan 4-1 sigur á Mongólíu.

Fyrsti leikur viðureignarinnar var tvenndarleikur þar sem Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir mættu þeim Yesum-Erdene Munkhbaatar og Munkhnar Lkhagvasuren þar sem Gústav og Júlíana unnu 21-12, 18-21 og 21-11. Lilja Bu spilaði svo einliðaleik kvenna þar sem hún mætti Kherlen Darkhanbaatar og vann Lilja góðan sigur 21-15 og 21-15. Þriðji leikur viðureignarinnar var svo einliðaleikur karla en Andri Broddason lék hann fyrir Ísland þar sem hann mætti Sumiyasuren Enkhbat og átti Andri á brattann að sækja gegn honum. Vann Sumiyasuren þann leik 12-21 og 7-21. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Karolina Prus léku svo tvíliðaleik kvenna gegn Kherlen Darkhanbaatar og Munkhnar Lkhagvasuen og unnu öruggan sigur 12-10 og 21-9. Síðasti leikurinn var svo tvíliðaleikur karla þar sem Andri Broddason og Brynjar Már Ellertsson léku gegn Sumiyasuren Enkhbat og Yeseun-Erdene Munkhbaatar. Fór leikurinn í oddalotu þar sem íslensku strákarnir unnu 21-15, 14-21 og 21-15.

Mongólía og Úganda mætast svo nú í dag kl 11:00 og kemur því í ljós eftir þann leik í hvaða sæti Ísland endar á mótinu.

Öll nánari úrslit má finna með því að smella hér.


126 views0 comments
bottom of page