Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlega mótinu X Internacional Mexicano 2019 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni.
Kári hóf leik í aðalkeppni mótsins þar sem hann mætti Jhon Berdugo frá Kolumbíu í 32 manna úrslitum. Kári var með fimmtu röðun inn í mótið. Vann Kári leikinn gegn Jhon 21-15 og 21-14. Í 16 manna úrslitum lék Kári gegn Samuel O-Brien Ricketts frá Jamaíka og vann Kári leikinn 21-7 og 21-18. Í 8 manna úrslitum mætti Kári Kevin Cordon frá Guatemala en honum var raðað númer eitt inn í mótið en hann er í 66.sæti heimslistans en Kári er í 144 sæti listans.
Var leikurinn jafn og spennandi en Kevin vann báðar loturnar 21-18 og fór svo að Kevin vann að lokum mótið örugglega en Kári veitti honum mestu mótspyrnuna.
Hægt er að skoða öll nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.
Næsta mót sem Kári tekur þátt í hefst á miðvikudag en það er haldið í Guatemala og ber heitið VI Guatemala International Series 2019. Mótaskrá þess móts má finna hér.