Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Úkraínu um síðustu helgi. Mótið hét RSL Kharkiv International 2019 og var hluti af International Challenge mótaröðinni og gaf stig á alþjóðlega heimslistann.
Kári hóf leik í forkeppni mótsins þar sem 43 keppendur hófu leik og voru 8 sæti laus í aðalkeppni mótsins. Kári mætti í fyrsta leik forkeppninnar Oleg Amason frá Úkraínu og vann Kári þann leik 21-12 og 21-12. Í næstu umferð mætti Kári, Shaun Ekengren frá Svíþjóð og vann Kári þann leik 21-12 og 21-13 og með því vann hann sig inn í aðalkeppni mótsins.
Þar spilaði hann gegn B.R. Sankeerth frá Kanada í 32 manna úrslitum en B.R. Sankeerth situr í 102.sæti heimslistans í einliðaleik karla en Kári er í 139.sæti. B. R. Sankeerth vann fyrstu lotuna 21-19 en Kári vann þá seinni 21-23. Í oddalotunni vann svo Sankeerth 21-8.
Hægt er að sjá öll frekari úrslit frá mótinu með því að smella hér.