top of page
Search
bsí

Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir eru heimsmeistarar


Erla Björg Hafsteinsdóttir (t.v) og Drífa Harðardóttir (t.h)

Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttur hömpuðu nú rétt í þessu heimsmeistaratitli í tvíliðaleik kvenna í badminton í flokknum +40 ára.

Þær sigruðu Helenu Abusdal frá Noregi og Katju Wengberg frá Svíþjóð. Erla og Drífa unnu fyrstu lotuna 24-22 eftir mjög spennandi leik en þær unnu svo seinni lotuna mjög sannfærandi 21-10.

Glæsilegur árangur hjá stelpunum sem spiluðu mótið gríðarlega vel og öruggt.

Badmintonsamband Íslands óskar Erlu og Drífu hjartanlega til hamingju með titilinn.


380 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page