Erla Björg Hafsteinsdóttir (t.v) og Drífa Harðardóttir (t.h)
Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttur hömpuðu nú rétt í þessu heimsmeistaratitli í tvíliðaleik kvenna í badminton í flokknum +40 ára.
Þær sigruðu Helenu Abusdal frá Noregi og Katju Wengberg frá Svíþjóð. Erla og Drífa unnu fyrstu lotuna 24-22 eftir mjög spennandi leik en þær unnu svo seinni lotuna mjög sannfærandi 21-10.
Glæsilegur árangur hjá stelpunum sem spiluðu mótið gríðarlega vel og öruggt.
Badmintonsamband Íslands óskar Erlu og Drífu hjartanlega til hamingju með titilinn.