top of page
Search
bsí

Kári keppti í Ghana og Nígeríu


Kári Gunnarsson hefur síðastliðna daga verið staddur í Afríku þar sem hann tók þátt í tveimur mótum - annars vegar í Ghana og svo síðar í Nígeríu.

Kári tók þátt í 2019 JE Wilson International Series mótinu í Ghana en það er líkt og nafnið gefur til kynna hluti af International Series mótaröðinni. Kári mætti í fyrstu umferð Kevin Arokia Walter frá Indlandi en hann er sem stendur í 134.sæti heimslitans en Kári situr í 160.sæti. Kevin Arokia vann Kára 21-12 og 21-14.

Kári flaug svo frá Ghana til Nígeríu þar sem hann tók þátt í Lagos International Badminton Classics 2019 mótinu en það mót er hluti af International Challenge mótaröðinni.

Þar mætti Kári Muhammad Izzuddin Shamsul Muzli frá Malasíu en hann vann sig inn í mótið úr forkeppninni. Muhammad er sem stendur í 377. sæti heimslistans. Vann Kári fyrstu lotuna 21-16 en tapaði annarri lotunni 21-11 og var það svo Muhammad sem vann oddalotuna 21-18.

Nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér að neðan.


85 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page