Kári Gunnarsson tók þátt í Spanish International 2019 en mótið er hlutif af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.
Kári keppti í forkeppni mótsins í einliðaleik en alls voru 64 leikmenn skráðir til leiks í forkeppnina. Kári mætti þar í fyrstu umferð Emre Lale frá Tyrklandi og tapaði kári leiknum 22-20 og 21-15 og hefur því Kári lokið keppni á Spanish International.
Hægt er að sjá öll nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.