Kári Gunnarsson tók þátt í Azerbaijan International 2019 en mótið er hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Kári tók þátt í forkeppni mótsins og mætti þar í fyrstu umferð Dimitar Ynakiev frá Búlgaríu. Vann Kári þann leik 21-15, 15-21 og 21-9. Í annarri umferð forkeppninnar mætti Kári Adam Mendrek frá Tékklandi og lauk þeim leik með sigri Adam 21-18 og 21-11 og hefur Kári því lokið keppni á mótinu.
Hægt er að sjá nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.