Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson
7 íslenskir leikmenn taka nú þátt í RSL Lithuanian International 2019.
Í einliðaleik karla tóku 4 íslenskir keppendur þátt í forkeppninni. Eiður Ísak Broddason mætti Torjus Flaatten frá Noregi í fyrstu umferð. Vann Torjus þann leik 21-14 og 21-14. Var Eiður sá eini sem þurfti að spila í fyrstu umferðinni. Í annarri umferð spilaði Daníel Jóhannesson gegn Rajat Rathore frá Indlandi og vann Rajat leikinn 21-17 og 21-13. Kristófer Darri Finnsson mætti Hans-Kristjan Pilve frá Eistlandi og var það Hans sem vann leikinn 21-12 og 21-10. Jónas Baldursson lék gegn Adam Dolman frá Ástralíu og vann Adam leikinn 21-14 og 21-16.
Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir tóku þátt í forkeppni mótsins í einliðaleik kvenna. Arna Karen mætti Jenny Rajkumar frá Noregi og lauk þeim leik með sigri Jenny 22-20 og 21-16. Sigríður Árnadóttir mætti Karolinu Wladzinska frá Póllandi þar sem Karolina vann 21-15 og 21-4. Hafa því allir íslensku leikmennirnir lokið keppni í einliðaleik.
Í dag hefst keppni í tvíliða- og tvenndarleikjum þar sem við eigum nokkur pör. Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.
Þá er einnig sýnt beint frá mótinu á youtube rás Badminton Europe en hana má finna hér. Vonandi verða íslendingarnir í eldlínunni þar.