top of page
Search
bsí

Kristófer og Margrét komust í 8 liða úrslit


Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir

Tvö íslensk tvenndarleikspör spiluðu í dag í 16 liða úrslitum á Yonex Latvia International.

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir léku gegn danska parinu Oliver Lau og Anna-Sofie Hauser Ruus sem áður höfðu slegið út annað íslenskt par. Daníel og Sigríður töpuðu fyrstu lotunni 19-21 en unnu þá seinni 21-17. Í oddalotunni reyndust danirnir of sterkir og unnu þá lotu nokkuð örugglega 10-21.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir mættu Arman Murzabekov og Katsiaryna Zablotskaya frá Kasakstan og Hvíta Rússlandi. Unnu íslenska parið þann leik nokkuð örugglega 21-16 og 21-9. Í 8 liða úrslitunum spiluðu Kristófer og Margrét svo við Matthias Kicklitz og Thuc Phuong Nguyen frá Þýskalandi og þurftu að játa sig sigruð 15-21 og 17-21.

Hafa því allir íslendingarnir lokið leik á Yonex Latvia International. Á morgun heldur hópurinn til Litháen þar sem þau taka þátt í RSL Lithuanian International en það mót fer fram dagana 6. - 9. júní.

Hægt er að sjá frekari úrslita frá Yonex Latvia International með því að smella hér.

Hér er svo hægt að sjá dráttinn og tímasetningu einstakra leikja í RSL Lithuanian International.


84 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page