top of page
Search
bsí

Yonex Latvia International hófst í gær


Kristófer Darri Finnsson

Átta íslenskir keppendur taka nú þátt í Yonex Latvia Interntational 2019 en mótið er hluti af Future Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Í gær hófst forkeppni mótsins.

Í fyrstu umferð forkeppninnar mætti mætti Kristófer Darri Finnsson Pauls Gureckis frá Lettlandi í einliðaleik karla. Fór svo að Kristófer vann leikinn 21-18 og 21-5 og komst því áfram í 64 manna úrslit forkeppninnar. Þá mætti Jónas Baldursson svíanum Emil Johannsson í gríðalega jöfnum leik þar sem að Emil hafði betur 19-21 , 22-20 og 21-18. Daníel Jóhannesson spilaði gegn Tony Lindelöf frá Finnlandi og fór sá leikur einnig í oddalotu þar sem Tony hafði betur 14-21, 21-14 og 21-10. Eiður Ísak Broddason sat hjá í fyrstu umferð forkeppninnar. Í 64 manna úrslitum mætti Kristófer íranum Jack O'Brien í mjög jöfnum leik þar sem Jack hafði betur 21-18 og 23-21. Eiður Ísak Broddason mætti Felix Hammes frá Þýskalandi og var það Felix sem vann þann leik 21-13 og 21-14.

Stelpurnar spiluðu einnig allar í forkeppninni í einliðaleik kvenna. Margrét Jóhannsdóttir mætti Diönu Stognija frá Lettlandi og vann hann í jöfnum leik 21-17 og 21-16. Sigríður og Arna Karen sátu báðar hjá í fyrstu umferð forkeppninnar. Í 32 manna úrslitum spilaði Arna Karen gegn Ceciliu Wang frá Svíþjóð þar sem Cecilia vann nokkuð örugglega 21-13 og 21-9. Margrét Jóhannsdóttir tapaði þá gegn Edith Urell einnig frá Svíþjóð 21-13 og 21-14. Sigríður Árnadóttir spilaði gegn Nellu Siilasmaa frá Finnlandi og þurfti að játa sig sigraða 21-15 og 21-13. Hafa því allir íslensku leikmennirnir lokið keppni í einliðaleik.

Í dag hefst svo keppni í tvíliða- og tvenndarleik.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.


90 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page