top of page
Search
bsí

Kári komst ekki inn í aðalkeppnina


Kári Gunnarsson tók þátt í forkeppni í einliðleik karla á alþjóðlega mótinu Li-Ning Denmark Challenge 2019 en mótið er hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári mætti Rahul Bharadwaj B.M frá Indlandi í fyrstu umferð. Kári vann fyrstu lotuna 21 - 19 en tapaði annarri lotunni 9 - 21. Í þriðju lotunni var það svo Rahul sem vann 13 - 21. Rahul vann svo næstu tvo leiki hjá sér nokkuð auðveldlega og komst því inn í aðalkeppni mótsins.

Hægt er að sjá nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.

Næsta verkefni Kára verður í Slóveníu dagana 15. - 18. maí.


65 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page