Margrét Jóhannsdóttir
Kári Gunnarsson
Dagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum degi eiga 17 lönd í S-Ameríku eftir að hafa sótt fræðsluráðstefnu WADA (World Anti-Doping Agency) árið 2013. Síðan þá hafa á hverju ári fleiri og fleiri lönd og íþróttasambönd tekið þátt í deginum og deilt skilaboðunum um hinn sanna keppnisanda og um að vernda gildi íþróttanna. Oft er talað um þessi gildi sem „íþróttaandann“. Markmiðið með Play True Day er að gera daginn að alþjóðlegri herferð.
Nánar er hægt að fræðast um Play True Day á www.playtrueday.com