top of page
Search
bsí

Íslandsmeistarar í badminton krýndir í dag


Meistaramóti Íslands í badminton hófst í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á föstudag. Á mótinu er keppt um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkum og er allt besta badmintonfólk landsins skráð til þátttöku. Í dag verður leikið til úrslita.

Úrslitaleikir í meistaraflokki hefjast klukkan 12:45 og verða í beinni útsendingu á RÚV.

Íslandsmeistararnir í einliðaleik 2018 þau Kári Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir eiga bæði möguleika á að verja titla sína en Kári mætir Kristófer Darra Finnssyni og Margrét mætir Örnu Karen Jóhannsdóttur í úrslitaleiknum.

Bæði Margrét og Kristófer leika einnig til úrslita í tvíliða- og tvenndarleik. Þau spila saman í tvenndarleik og verða andstæðingar þeirra í úrslitaleiknum Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir.

Í tvíliðaleik kvenna mæta þær Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar þeim Erlu Björgu Hafsteinsdóttur og Drífu Harðardóttur. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson spila gegn ríkjandi Íslandsmeisturum, Jónasi Baldurssyni og Daníel Jóhannessyni, í tvíliðaleik karla.

Leikið verður til úrslita í A, B og öldungaflokkum klukkan 8:30-11:00.

Yfirlit yfir leiki dagsins má finna hér

Íþróttaáhugafólk er hvatt til að koma við í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Í tilefni af 60 ára afmæli Badmintonfélags Hafnarfjarðar síðar á árinu verður áhorfendum boðið uppá kökur og kaffi.


80 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page