Meistaramót Íslands 2019 hefst föstudaginn 5.apríl en mótið fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í tilefni þess að Badmintonfélag Hafnarfjarðar verða 60 ára í haust
Til leiks eru skráðir 130 keppendur frá níu félögum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur koma úr TBR eða 63 en næst fjölmennastir eru BH ingar sem eru 39 talsins. Aðrir keppendur koma frá Aftureldingu, Hamri, ÍA, KA, KR, Samherja og UMFB.
Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi :
Föstudagur
kl. 16 - 21 Fyrstu umferðir mótsins
Laugardagur
kl. 09:00 - 14:00 Sextán og átta liða úrslit
kl. 14:30 - 18:30 Undanúrslit
Sunnudagur
kl. 08:30 - 11:00 Úrslitaleikir í A- , B- , Æðsta- og Heiðursflokki
kl. 12:45 - 17:00 Úrslitaleikir í Meistaraflokkir
RÚV mun vera með beina útsendingu frá kl 12:45 - 15:00 á sunnudag frá úrslitaleikjum í Meistaraflokki.
Mótaskrá og tímasetningar á einstaka leikjum má finna með því að smella hér.
Badmintonáhugafólk er hvatt til að koma í Íþróttahúsið við Strandögu og fylgjast með besta badmintonfólki landsins berjast um Íslandsmeistaratitlana 2019.