Sigurður Blöndal þjálfari Hamars lést föstudaginn 1.mars þá 66 ára. Sigurð þekktu allir innan badmintonhreyfingarinnar enda var hann búinn að þjálfa í Hveragerði í 23 ár og var enn starfandi sem þjálfari félagsins. Sigurður hlaut Gullmerki BSÍ í janúar 2018 fyrir góð störf í þágu badmintonhreyfingarinnar. Badmintonsamband Íslands vottar fjölskyldu og vinum Sigurðar samúð. Útför Sigurðar mun fara fram í dag, mánudaginn 11.mars frá Hveragerðiskirkju klukkan 14.