top of page
Search
bsí

HLEÐSLA er nýr styrktaraðili Badmintonsambandsins


Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS og Kjartan Valsson framkvæmdastjóri BSÍ

Samstarfssamningur Badmintonsambands Íslands og Mjólkursamsölunnar var undirritaður í dag í húsum Mjólkursamsölunnar. Samningurinn er til maí 2020. Með samningnum mun fullorðinsmótaröð sambandsins fá nafnið Hleðslubikarinn og þeir keppendur sem verða efstir á styrkleikalista sambandsins í lok tímabilanna 2019 og 2020 fá nafnbótina bikarmeistari. Á það við um einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í Meistara- , A – og B flokki.

Badmintonsamband Íslands heldur úti öflugu og miklu starfi og er mikilvægt fyrir sambandið að fá góða styrktaraðila í samstarf með sér.

Badmintonsamband Ísland fagnar þessum samningi og hlakkar til samstarfsins við Mjólkursamsöluna


143 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page