top of page
Search
bsí

Deildakeppni BSÍ hefst í dag


Deildakeppni BSÍ fer fram í húsum TBR, Gnoðarvogi 1, dagana 15-17. febrúar.

Alls taka 17 lið frá fjórum félögum þátt í keppninni en keppt er í þremur deildum, Meistaradeild, A-deild og B-deild.

Mynd af sigurliðinu síðan í fyrra

Fyrirkomulagið í meistaradeild er þannig að fim lið keppa í riðli, allir við alla. Sigurliðið er Íslandsmeistari og félagið keppir fyrir höndi Íslands í Evrópukeppni félagsliða.

Í A-deild eru skráð til keppni fjögur lið sem keppa í einum riðli, allir við alla.

Sjö lið eru skráð til keppni í B-deild og verður keppt í tveimur riðlum og fara efstu tvö liðin úr hvorum riðli í útsláttakeppni. Þau lið sem lenda í 3.-4. sæti í hvorum riðli leika svo sín á milli um 5. - 7. sætið.

Hvetjum við alla til að kíkja í TBR húsið um helgina og fylgjast með gríðarlega spennandi keppni.

Hér er hægt að nálgast allar nánari upplýsingar varðandi tímasetningar og niðurröðun mótsins.

Laufey Sigurðardóttir er yfirdómari mótsins.


273 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page