top of page
Search
bsí

Kári tók þátt í International Challenge móti í Íran


Kári Gunnarsson lauk leik í gær í alþjóðlegu móti sem fór fram í Íran. Heitir mótið The 28th Iran Fajr International Challenge 2019 og líkt og nafnið gefur til kynna er mótið hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Mótið var mjög fjölmennt í einliðaleik karla og hófst aðalkeppnin á 64 keppendum en einnig var áður keppt í forkeppni í einliðaleik karla þar sem 32 keppendur voru. Það er staðan á heimslistanum sem ákvarðar hverjir þurfa að fara í forkeppni og hverjir komast beint inn í aðalkeppnina. Kári fór beint inn í aðalkeppnina og í 64 manna úrslitum mætti hann Alberto Alvin Yulianto frá Indónesíu en hann þykir mikið efni þar í landi en hann er 19 ára gamall. Kári vann Alberto nokkuð örugglega 21 - 14 og 21 - 16. Í 32 manna úrslitum mætti Kára rússanum Sergey Sirant en honum var raðað nr. 3 inn í mótið. Sergey er sem stendur í 73. sæti heimslistans en Kári er nr. 174. Átti Kári í fullu kappi við hann en leiknum lauk með sigri Sergey 21 - 16 og 21 - 18.

Kári mun taka þátt í öðru móti núna í seinni hluta febrúar en það fer fram í Úganda.

Úrslit frá mótinu í Íran má finna með því að smella hér.


131 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page