top of page
Search
bsí

Kristófer Darri og Margrét unnu gull í tvenndarleik á Iceland International


Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir gerðu sér lítið fyrir og unnu í tvenndarleik á Iceland International 2019. Kristófer og Margrét spiluðu frábærlega allt mótið. Í úrslitaleiknum mættu þau englendingunum Annie Lado og Ethan Van Leewen. Fyrsta lotan fór 21 - 13 og önnur 21 - 18 og voru Kristófer og Margrét með yfirhöndina allan tímann í leiknum.

Margrét og Sigríður léku einnig til úrslita í tvíliðaleik kvenna en þær höfðu einnig átt mjög gott mót. Því miður þurftu þær að játa sig sigraðar í úrslitaleiknum gegn englendingunum Abigail Holden og Sian Kelly í mjög svo jöfnum leik 23 - 21 og 21 - 18.

Í einliðaleik karla sigraði Daninn Mikkel Enghøj Finnann Kasper Lehikoinen 21-19 og 21-17. Enghøj sigraði Íslandsmeistarann Kára Gunnarsson í annarri umferð mótsins í spennandi þriggja lotu leik og var Kári sá eini sem náði að vinna af honum lotu í mótinu.

Ayla Huser frá Sviss sigraði í einliðaleik kvenna Abagail Holden frá Englandi. Leikurinn var jafn framan af, Holden sigraði fyrstu lotu 21-16 og Huser næstu 24-22. Í oddalotunni var Holden hinsvegar alveg búin á því og sigraði Ayla Huser örugglega 21-6.

Í tvíliðaleik karla voru það Portúgalarnir Bruno Carvahlo og Tomas Nero sem sigruðu Norðmennina Mads Marum og Mattias Xu örugglega í tveimur lotum 21-13 og 21-11. Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson voru nálægt því að sigra þá portúgölsku í undanúrslitum og voru eina parið sem náði að vinna lotu af þeim í mótinu.

Nánari úrslit frá Iceland International má finna hér.

Einnig má finna fjöldann allan af myndum frá mótinu sem Hrund Guðmundsdóttir tók bæði á facebook síðu sambandsins og einnig á flickr síðu þess.

facebook : https://www.facebook.com/badmintoniceland/

flickr : https://www.flickr.com/photos/151929371@N05


89 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page