top of page
Search
bsí

Kristófer Darri vann þrefalt á Óskarsmóti KR


Um helgina fór fram Óskarsmót KR en mótið er hluti af stjörnumótaröð sambandsins og gefur stig á styrkleikalista þess.

Kristófer Darri Finnsson TBR vann þrefalt á mótinu og er þetta fjórða mótið á þessu keppnistímabili sem hann nær þeim áfanga.

Margrét Jóhannsdóttir og Kristófer Darri Finnsson

Meistaraflokkur

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR þar sem Kristófer vann leikinn 21 - 12 og 21 - 18.

Í einliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir TBR og Júlíana Karítast Jóhannsdóttir TBR. Vann Sigríður fyrri lotuna öruggt 21 - 9 en sú seinni var mjög jöfn en endaði að lokum með sigri Sigríðar 21 - 19.

Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson / Davíð Bjarni Björnsson TBR og Daníel Jóhannesson / Jónas Baldursson TBR. Unnu Kristófer og Davið nokkuð öruggan sigur 21 - 10 og 21 - 14. Kristófer og Davíð hafa unnið öll mótin sem búin eru í tvíliðaleik á þessu tímabili.

Í tvíliðaleik kvenna mættust í úrslitum Margrét Jóhannsdóttir / Sigríður Árnadóttir TBR og Erla Björn Hafsteinsdóttir / Þórunn Eylands Harðardóttir BH / TBR. Unnu Margrét og Sigríður 21 - 13 og 21 - 19.

Í tvenndarleik mættust Kristófer Darri Finnsson / Margrét Jóhannsdóttir TBR og Davíð Bjarni Björnsson / Erla Björg Hafsteinsdóttir TBR / BH. Þurfti oddalotu til að knýja fram úrslit en það voru að lokum Kristófer og Margrét sem unnu leikinn 21 - 8 , 17 - 21 og 21 - 17.

A.flokkur

Í einliðaleik karla sigraði Andri Broddason TBR en hann mætti Brynjari Má Ellertssyni ÍA í úrslitaleik. Vann Andri leikinn 21 - 17 og 21 - 17.

Í einliðaleik kvenna mættust Lilja Bu TBR og Björk Orradóttir TBR og var það Lilja Bu sem sigraði leikinn 21 - 16 og 21 - 15.

Í tvíliðaleik karla voru það Bjarni Þór Sverrisson / Eysteinn Högnason TBR sem stóðu upp sem sigurvegarar en leikið var í fjögurra liða riðli. Í öðru sætu voru Andri Broddason / Einar Sverrisson TBR.

Í tvíliðaleik kvenna voru það svo Erla Rós Heiðarsdóttir / Sunna Karen Ingvarsdóttir BH / Aftureldingu sem unnu en leikið var í þriggja liða riðli. Í öðru sætu urðu mæðgurnar Halla Stella Sveinbjörnsdóttir / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH.

Í tvenndarleik var einnig leikið í riðli en þar voru fjögur lið skráð til leiks. Voru 3 lið sem voru jöfn að sigrum og lotum og þurfti því að telja stig til að knýja fram sigurvegara. Voru það Einar Sverrisson / Björk Orradóttir TBR sem stóðu uppi sem sigurvegarar og í öðru sæti voru Gústav Nilsson / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en aðeins munaði einu stigi á milli þessara liða.

B.flokkur

Í einliðaleik karla mættust Egill Magnússon Aftureldingu og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH. Var það Egill sem vann leikinn 21 - 16 og 12 - 17.

Í tvíliðaleik karla mættust Egill Magnússon / Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu og Arnór Tumi Finnsson / Sebastían Vignisson ÍA / BH. Unnu Arnór og Sebastían leikinn 21 - 13 og 21 - 18.

Í tvenndarleik voru þrjú lið skráð til leiks og var leikið í einum riðli. Voru það Kristian Óskar Sveinbjörnsson / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH sem unnu báða sína leiki og þar með riðilinn. Í öðru sæti voru svo Egill Magnússon / Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna og tvíliðaleik kvenna.

Öll nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.


65 views0 comments
bottom of page