top of page
Search
bsí

Eiður Ísak og Kristófer Darri úr leik í einliðaleik í Eistlandi


Eiður Ísak og Kristófer tóku þátt í forkeppninni í einliðaleik karla á Yonex Estonian International.

Eiður Ísak mætti Joran Kweekel frá Hollandi og fór svo að Joran vann 21 - 11 og 21 - 14.

Kristófer Darri fékk fyrsta leik sinn gefinn gegn Adel Hamek frá Alsír og mætti hann Arnaud Merkle frá Frakklandi í næstu umferð. Kristófer tapaði þeim leik 21 -13 og 21 - 16 og hafa því bæði Eiður Ísak og Kristófer Darri lokið keppni í einliðaleik mótsins.

Davíð Bjarni og Kristófer Darri keppa í tvíliðaleik karla á morgun þar sem þeir mæta frökkunum Maaxime Briot og Kenji Lovang. Hefst sá leikur kl 13:10.

Með því að smella hér má sjá nánari úrslit frá mótinu


40 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page