top of page
Search
bsí

Tap gegn sterkum Hollendingum


Íslenska landsliðið lék fyrsta leik sinn í riðli 3 í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða í gærkvöldi. Mætti liðið steku liði Hollendinga sem sitja í 18.sæti heimslistans.

Leiknir voru fimm leikir, einliðaleikur karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla, tvíliðaleikur kvenna og tvenndarleikur. Fór svo að Hollendingar sigruðu alla leikina nokkðu örugglega.

Í tvenndarleik spiluðu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir gegn Jelle Maas og Alyssu Tirtosentono og fór sá leikur 21 - 7 og 21 - 17 fyrir Jelle og Alyssu.

Kári Gunnarsson lék einliðaleik karla gegn Joran Kweekel þar sem Joran vann 21 - 18 og 21 -10.

Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði á móti Gayle Mahulette í einliðaleik kvenna og vann Gayle 21 - 6 og 21 - 7.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finsson gegn þeim Ruben Jille og Jelle Maas. Ruben og Jelle unnu þann leik 21 - 10 og 21 - 11.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu svo Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir geng Deboru Jille og Alyssu Tirtosentono þar sem leiknum lauk með sigir þeirra hollensku 21 - 10 og 21 - 15.

Portúgal og Sviss spiluðu einnig í gærkvöldi þar sem Sviss vann 4 - 1 sigur en Ísland mætir einmitt Sviss í dag kl 16:00.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá leiknum með því að smella hér.

Þá er einnig hægt að skoða öll úrslit leikjanna í riðlinum með því að smella hér.


44 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page