top of page
Search
bsí

Kári keppti í Wales


Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Wales en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári mætti í 32 manna úrslitum þjóðverjanum Hannes Gerberich og sigraði Kári leikinn nokkuð örugglega 21 -11 og 21-14. Í 16 manna úrslitum mætti Kári dananum Patrick Abildgaard og var leikurinn mjög jafn. Lauk leiknum með sigri Patrick í oddalotu 13-21, 21-16 og 22-20.

Næsta mót sem Kári mun taka þátt í verður haldið í Tyrklandi í seinni hluta desembermánaðar.


38 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page