top of page
Search
bsí

Badmintonsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ


Badmintonsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Meðfylgjandi texti er frá frétt ÍSÍ um styrkveitinguna.

"Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Á undanförnum vikum hefur verið gengið frá formlegum samningum við þessi sérsambönd og nýverið var gengið frá samningi Badmintonsambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins.

Badmintonsamband Íslands (BSÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til BSÍ vegna verkefna ársins er 9.950.000 kr. en er það mikil hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni BSÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 3.800.000 kr. Töluverðar breytingar hafa orðið á afreksstarfi BSÍ síðustu ár en ný afreksstefna sambandsins var samþykkt 2016. Öflugt starf hefur verið í gangi í kringum afrekshópa sambandsins, aukin áhersla hefur verið lögð á þjálfaramál í kringum landsliðshópa og þá hefur sambandið sent keppendur á fjölmörg alþjóðleg mót. Sambandið vinnur að því að koma keppanda á næstu Ólympíuleika og krefst það töluverðar þátttöku á alþjóðlegum mótum".

Það voru þau Kristján Daníelsson, formaður BSÍ og Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ sem undirrituðu samninginn ásamt þeim Kjartani Valssyni, framkvæmdastjóra BSÍ og Andra Stefánssyni, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.


195 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page