Um helgina voru 9 íslenskir keppendur sem fóru til Grikklands til að taka þátt í alþjóðalegu móti sem þar var haldið, Hellas Open 2018. Mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.
Íslensku leikmennirnir sem tóku þátt voru : Arna Karen Jóhannsdóttir TBR
Davíð Bjarni Björnsson TBR
Daníel Jóhannesson TBR
Eiður Ísak Broddason TBR
Jónas Baldursson TBR
Kári Gunnarsson TBR
Kristófer Darri Finnsson TBR
Róbert Þór Henn TBR
Sigríður Árnadóttir TBR.
Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson fóru alla leið í undanúrslit á þessu móti og fá því mjög góð stig á styrkleikalistann í tvíliðaleik karla. Í 32-liða úrslitum mættu þeir Utkarsh Arora og Svarnaraj Bora frá Indlandi og unnu þann leik 21-18 og 25-23. Í 16-liða úrslitum mættu þeir íslendingunum Eið Ísak Broddasyni og Róberti Þór Henn og unnu þann leik nokkuð örugglega 21-8 og 21-15. Í 8-liða úrslitum mættu þeir ítölsku pari og var sá leikur mjög jafn en fór svo að Davíð og Kristófer unnu 21-19 og 21-18. Í undanúrslitum mótsins spiluðu þeir gegn pólverjunum Adrian Dziolko og Michal Rogalski og þurftu Davíð og Kristófer að játa sig sigraða 21-11 og 21-17.
Adrian og Michal hófu keppni í forkeppni mótsins þar sem þeir slógu út íslendinga Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson í spennandi leik 22-20 og 12-19.
Í einliðaleik tóku Kristófer Darri, Jónas, Daníel, Róbert Þór og Eiður Ísak þátt í forkeppninni en allur duttu út í fyrstu umferð hennar. Kári Gunnarsson hóf keppni í aðalkeppni mótsins og í fyrstu umferð mætti hann Simon Wang frá Þýskalandi og vann Kári eftir oddalotu 21-11, 17-21 og 21-12. Í 16-manna úrslitum mætti Kári finnanum Iikka Heino
sem var raðað nr.3 inn í mótið. Vann Iikka þann leik 21-13 og 21-17.
Í einliðaleik kvenna kepptu Arna Karen og Sigríður en báðar komust beint inn í aðalkeppni mótsins. Báðar þurftu þó að játa sig sigraðar í fyrstu umferð.
Arna Karen og Sigríður spiluðu svo saman í tvíliðaleik kvenna. Í 32-liða úrslitum unnu þær Jennifer Kobelt og Tinu Kumpel frá Svisslandi 21-15 og 21-11. Í 16-liða úrslitum mættu þær dönsku pari og var á brattann að sækja í þeim leik. Fór svo að þær dönsku unnu 21-7 og 21-10.
Í tvenndarleik átti Ísland tvö pör. Davíð Bjarni og Arna Karen tóku þátt í forkeppni mótsins þar sem þau spiluðu mjög spennandi leik. Þau spiluðu gegn Gianmarco Bailetti og Lisu Iversen frá Ítalíu. Fór leikurinn í oddalotu og fór svo að Gianmarco og Lisa unnu 18-21, 22-20 og 21-19. Daníel og Sigríður komust beint inn í aðalkeppni mótsins og mættu þau dönunum Emil Hybel og Line Fleischer. Unu Emil og Line 21-9 og 21-12.