top of page
Search
bsí

Set mót KR - Kristófer er þrefaldur sigurvegari annað mótið í röð


SET mót KR fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Kristófer Darri Finnsson TBR varð þrefaldur sigurvegari í mótinu, annað mótið í röð. Jafnframt varð Egill Magnússon Aftureldingu þrefaldur sigurvegari í B.flokki.

(Kristófer Darri Finnsson, til hægri)

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Kristófer Darri Finnsson TBR sem vann Daníel Jóhannesson TBR 22 - 20 og 21 - 14. Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR Þórunni Eylands Harðardóttur TBR 21 - 12 og 21 - 6.

Í tvíliðaleik karla voru það Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu þá Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í úrslitum 21 - 13 og 21 - 16.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR þær Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Þórunni Eylands Harðardóttur TBR 21 - 17 og 21 - 14.

Í tvenndarleik sigruðu Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í úrslitum mættu þau Daníel Jóhannessyni TBR og Sigríði Árnadóttur TBR. Lauk leiknum með sigri Kristófers og Margrétar 21 - 15 og 21 - 14.

A-flokkur :

Í einliðaleik karla var það Eysteinn Högnason TBR sem sigraði Andra Broddason TBR í úrslitaleik 21 - 11 og 21 - 10.

Í einliðaleik kvenna mættust Björk Orradóttir TBR og Eva Margrét Atladóttir TBR. Vann Björk þann leik 21 - 17 og 21 - 8.

Í tvíliðaleik karla var spilað í þriggja liða riðli og voru það Bjarni Þór Sverrisson TBR og Eysteinn Högnason TBR sem unnu báða sína leik og unnu þar með riðilinn.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu sem unnu þær Björk Orradóttur TBR og Evu Margit Atladóttur TBR 21 - 7 og 21 - 16.

Í tvenndarleik voru það Einar Sverrisson TBR og Björk Orradóttir TBR sem unnu þau Sigurð Patrik Fjalarsson TBR og Evu Margit Atladóttur TBR 21 -15 og 21 - 11.

B-flokkur.

Í einliðaleik karla sigraði Egill Magússon Aftureldingu en hann vann Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 19 - 21, 21 - 13 og 22 - 20.

Ekki var keppt í einliða- og tvíliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik karla voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu sem unnu þá Gabríel Inga Helgason BH og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 21 - 10 og 21 - 18.

Í tvenndarleik voru fjögur lið skráð til leiks og spiluðu þau í einum riðli. Voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sebastían Vignisson BH og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu.

Egill Magnússon, Aftureldingu

Öll nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.


146 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page