SET mót KR fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Kristófer Darri Finnsson TBR varð þrefaldur sigurvegari í mótinu, annað mótið í röð. Jafnframt varð Egill Magnússon Aftureldingu þrefaldur sigurvegari í B.flokki.
(Kristófer Darri Finnsson, til hægri)
Meistaraflokkur :
Í einliðaleik karla var það Kristófer Darri Finnsson TBR sem vann Daníel Jóhannesson TBR 22 - 20 og 21 - 14. Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR Þórunni Eylands Harðardóttur TBR 21 - 12 og 21 - 6.
Í tvíliðaleik karla voru það Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu þá Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í úrslitum 21 - 13 og 21 - 16.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR þær Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH og Þórunni Eylands Harðardóttur TBR 21 - 17 og 21 - 14.
Í tvenndarleik sigruðu Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í úrslitum mættu þau Daníel Jóhannessyni TBR og Sigríði Árnadóttur TBR. Lauk leiknum með sigri Kristófers og Margrétar 21 - 15 og 21 - 14.
A-flokkur :
Í einliðaleik karla var það Eysteinn Högnason TBR sem sigraði Andra Broddason TBR í úrslitaleik 21 - 11 og 21 - 10.
Í einliðaleik kvenna mættust Björk Orradóttir TBR og Eva Margrét Atladóttir TBR. Vann Björk þann leik 21 - 17 og 21 - 8.
Í tvíliðaleik karla var spilað í þriggja liða riðli og voru það Bjarni Þór Sverrisson TBR og Eysteinn Högnason TBR sem unnu báða sína leik og unnu þar með riðilinn.
Í tvíliðaleik kvenna voru það Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu sem unnu þær Björk Orradóttur TBR og Evu Margit Atladóttur TBR 21 - 7 og 21 - 16.
Í tvenndarleik voru það Einar Sverrisson TBR og Björk Orradóttir TBR sem unnu þau Sigurð Patrik Fjalarsson TBR og Evu Margit Atladóttur TBR 21 -15 og 21 - 11.
B-flokkur.
Í einliðaleik karla sigraði Egill Magússon Aftureldingu en hann vann Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 19 - 21, 21 - 13 og 22 - 20.
Ekki var keppt í einliða- og tvíliðaleik kvenna.
Í tvíliðaleik karla voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu sem unnu þá Gabríel Inga Helgason BH og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 21 - 10 og 21 - 18.
Í tvenndarleik voru fjögur lið skráð til leiks og spiluðu þau í einum riðli. Voru það Egill Magnússon Aftureldingu og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti voru Sebastían Vignisson BH og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu.
Egill Magnússon, Aftureldingu
Öll nánari úrslit er hægt að skoða með því að smella hér.