top of page
Search
bsí

Slóvakar voru erfiðir


U19 ára landslið Íslands þurfti að játa sig sigrað gegn góðu liði Slóvaka.

Viðureignin hófst á tvenndarleik þar sem Einar Sverrisson og Þórunn Eylands Harðardóttir léku gegn Andrej Antoska og Alexöndru Remenovu. Andrej og Alexandra unnu fyrstu lotuna 21 -14 en í seinni lotunni spiluðu Einar og Þórunn mun betur og lauk þeirri lotu með sigri slóvaka 21 - 18.

Brynjar Már Ellertsson spilaði einliðaleik karla fyrir Íslands hönd þar sem hann mætti Jakub Horak. Jakub reyndist Brynjari annsi erfiður og lauk leiknum með 21 - 9 og 21 - 7 sigri Jakubs.

Þórunn Eylands Harðardóttir

Þórunn Eylands Harðardóttir lék einliðaleik kvenna. Þar mætti hún Miu Tarcalovu og var fyrri lotan mjög jöfn en hafði Mia betur 22 - 20. Seinni lotan var líkt og sú fyrri mjög jöfn en endaði þó á sama veg með sigri Miu 21 - 18.

Einar Sverrisson og Eysteinn Högnason spiluðu tvíliðaleik karla gegn Andrej Antoska og Jakub Horak. Andrej og Jakub unnu fyrri lotuna nokkuð örugglega 21 - 14. Seinni lotunni lauk svo með öruggum sigri slóvaka 21 - 10.

Í síðasta leik liðsins, tvíliðaleik kvenna, spiluðu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar gegn Alexöndru Remunovu og Miu Tarcalovu.

Ísland leikur þriðja og síðasta leik sinn í riðlunum á morgun gegn Rússlandi og hefst sá leikur kl 07:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á Youtube rás Badminton Europe - smellið hér.

Öll nánari úrslit og tímasetningar einstakra leikja á Evrópumeistaramóti U19 ára landsliða má finna með því að smella hér.


130 views0 comments
bottom of page