top of page
Search
bsí

Kári keppir á Spáni


Kári Gunnarsson tekur þátt í forkeppninni í einliðaleik karla á Barcelona Spain Masters 2018 mótinu sem hefst á morgun 28.september. Mótið er hluti af HSBC BWF World Tour Super 300 mótaröðinni og gefur því talsvert af stigum á heimslistann ásamt því að heildarverðlaunafé í mótinu eru um 16 milljónir íslenskra króna. Á meðal þeirra sem taka þátt í aðalkeppninni í einliðaleik karla er Suppanyu Avihingsanon (Tælandi) en hann er í 7.sæti heimslistans. Einnig má nefna danana Jan O Jorgenssen og Rasmus Gemke.

Kári hefur verið að vinna sig vel upp heimslistann síðustu mánuði og er nú sem stendur í 190.sæti.

Mótherji Kára á morgun er frá Indlandi og heitir Karan Rajan Rajarajan en hann er í 122.sæti heimslistans og verður þetta því mjög áhugaverður leikur. Leikur Kára og Karan hefst kl 10:10 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með framvindu mála hjá Kára með því að smella hér.


54 views0 comments
bottom of page