top of page
Search
bsí

Kári keppir í Bandaríkjunum


Kári Gunnarsson er staddur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið Kaliforníu, þar sem hann tekur þátt í 2018 Yonex/K&D Graphics International Series mótinu. Kári fær fimmtu röðun inn í mótið en mótið er hluti af International Series mótaröðinni sem gefur stig á heimslistann. Kári er nú sem stendur í 220.sæti heimslistans í einliðaleik karla en í byrjn árs var hann í 523.sæti heimslistans.

Kári mun spila gegn Bandaríkjamanninum Alohi Sheung í fyrstu umferð mótsins (32 manna úrslit) sem hefst í dag. Er áætlað að leikurinn hefjist kl 13:45 á staðartíma (kl 20:45 á íslenskum tíma)

Með því að smella hér er hægt að sjá niðurröðun og tímasetningu einstakra leikja og jafnframt hægt að fylgjast með úrslitum þeirra.


90 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page