Nú í dag var dregið í Evrópumeistaramót landsliða U19 ára sem fram fer í Eistlandi. Drógst lið Íslands í riðil 4 og eru þar með Rússlandi, Slóvakíu og Lettlandi.
Liðakeppnin fer fram dagana 7. - 11. september.
Í fyrstu umferð spilar Ísland gegn Rússum en þeim var raðað nr 3-4 inn í mótið ásamt Englendingum.
Lið Íslands skipa :
Brynar Már Ellertsson
Einar Sverrisson
Eysteinn Högnason
Halla María Gústafsdóttir
Una Hrund Örvar
Þórunn Eylands Harðardóttir.
Í hverri viðureign eru spilaðir 5 leikir.
1 Einliðaleikur karla
1 Einliðaleikur kvenna
1 Tvíliðaleikur karla
1 Tvíliðaleikur kvenna
1 Tvenndarleikur.