top of page
Search
bsí

North Atlantic Camp 2018 lokið


North Atlantic æfingabúðunum lauk nú á fimmtudag. Búðirnar voru haldnar á Akranesi þetta árið og heppnuðust þær mjög vel.

25 þátttakendur auk 7 þjálfara tóku þátt í búðunum. Yfirþjálfari búðanna var Mads Grill Mousing og voru búðirnar mjög fjölbreyttar en jafnframt mjög krefjandi. Meðal annars var farið í tækni, þrek og úthald, taktík, andlega þáttinn, skipulag og uppsetningu æfinga, æfingaálag, hreyfifærni, teygjur, nudd, endurheimt og margt fleira.

Badmintonfélag Akraness sá um allt skipulag utan æfinga og gerðu það með stakri prýði. Var farið með hópinn í dagsferð til að skoða íslensku náttúruna.

Hér er hægt að sjá myndir frá búðunum á facebook síðu Badmintonfélags Akraness.

Einnig bjó Mads, þjálfari búðanna, til skemmtilegt myndband sem hægt er að horfa á með því að smella hér.


97 views0 comments
bottom of page