top of page
Search
bsí

Evrópusumarskólinn hefst á morgun


Í nótt leggja íslensku þátttakendurnir af stað í Sumarskóla evrópska badmintonsambandsins, Badminton Europe Summerschool, sem verður að þessu sinni haldinn í Slóveníu. Skólinn hefst á morgun og stendur í viku. Þátttakendur fyrir Íslands hönd eru Anna Alexandra Petersen TBR, Karolina Prus BH, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Sigurður Patrik Fjalarsson TBR, Stefán Árni Arnarsson TBR og Tómas Sigurðarson TBR. Fararstjóri er Pontus Rydström ÍA.

Alls taka 45 leikmenn þátt í skólanum frá löndum víðs vegar um Evrópu. 26 þjálfarar fara á þjálfaranámskeið á meðan skólinn er í gangi.

Hægt er að fylgjast með fréttum úr skólanum á heimasíðu Badminton Europe, www.badmintoneurope.com.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um Sumaskólann.


38 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page