top of page
Search
bsí

Kári úr leik á Spáni


Kári Gunnarsson tapaði í dag í 32 manna úrslitum gegn spánverjanum Tomas Toledano. Bæði Kári og Tomas höfðu unnið sig inn í aðalkeppni mótsins.

Fyrsta lotan var jöfn fram að leikhlé en þá var staðan 11-10 fyrir Kára. Eftir leikhlé þá tók Kári yfir leikinn og vann fyrstu lotuna örugglega 21-12. Í seinni lotunni var Tomas með yfirhöndina allan tímann en mestur var munurinn í stöðunni 13-5 fyrir Tomasi. Kári náði þá mjög góðum kafla og minnkaði muninn í 13-12 en tókst þó ekki að komast yfir og endaði önnur lotan 21-17 fyrir Tomasi. Oddalotan var mjög jöfn framan af en í seinni hluta lotunnar náði Tomas þriggja stiga forskoti í stöðunni 14-11 og náði svo jafnt og þétt að auka bilið og endaði lotan 21-15 fyrir Tomasi. Kári er því úr leik á IBERDROLA Spanis International Villa de Madrid 2018 mótinu.

Næsta mót sem Kári mun taka þátt í er Peru International 2018 og er það mót hluti af Internatinoal Series mótaröðinni. Það mót fer fram dagana 26.júní - 1. júlí.


29 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page