Kári Gunnarsson hóf keppni í dag á IBERDROLA Spansih International Villa de Madrid 2018. Mótið er hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.
Kári keppir í forkeppni mótsins í einliðaleik karla.
Kári var nú rétt í þessu að ljúka leik gegn Seng Zoe Yeoh frá Malasíu. Leikurinn var mjög jafn en lauk með sigri Kára í oddalotu. Seng vann fyrstu lotuna 21-19 eftir að Kári hafði verið yfir meirihluta lotunnar. Í annarri lotu var jafnt í 6-6 en þá tók Seng yfirhöndina og komst í 6-12. Kári jafnaði þó leikinn jafnt og þétt og var staðan 15-17 fyrir Seng þegar Kári tók alveg yfir og skoraði sex stig í röð og vann lotuna 21-17. Oddalotan var mjög jöfn en endaði með sigri Kára eins og áður sagði 21-18. Frábær sigur hjá Kára.
Næsti leikur Kára er gegn spánverjanum Chen Zeyu núna í dag og með sigri á honum þá tryggir hann sér sæti inn í aðalkeppni mótsins.
Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.