top of page
Search
bsí

Kári kominn inn í aðalkeppnina


Kári Gunnarsson er búinn að vinna sig inn í aðalkeppnina á IBERDROLA Spanish International Villa De Madrid 2018 mótinu.

Kári mætti Chen Zyeu frá Spáni og vann Kári leikinn örugglega 21-16 og 21-12. Með þessum sigri þá vann Kári sig inn í aðalkeppni mótsins. Þar mun Kári mæta Tomas Toledano sem er einnig frá Spáni líkt og Chen.

Fer sá leikur fram á morgun og er hægt að fylgjast með gangi mála hér.

Á facebook síðu sambandsins er hægt að sjá stutt video úr leik Kára gegn Chen.


79 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page